Ómerktar möndlur í granola morgunkorni
UPPFÆRT: Við nánari skoðun kom í ljós að þessi vara hefur ekki verið flutt til Íslands. Dreifingarlistinn sem barst Matvælastofnun með viðvöruninni átti ekki við rök að styðjast.
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir möndlum við neyslu á granola morgunkorni (Axa Granola Blueberry & Cardamom). Ástæða viðvörunar er að rangur merkimiði er á vörunni og því kemur ekki fram að hún inniheldur ofnæmis- og óþolsvald (möndlur) sem skylt er að merkja. Neysla vörunnar getur verið lífshættuleg fólki með möndluofnæmi.
Morgunkornið er merkt sem granola morgunkorn með bláberjum og kardimommum (Axa Granola Blueberry & Cardamom) en er í raun granola morgunkorn með kakó og möndlum (Axa Granola Cacao & Almond). Nánari upplýsingar um dreifingu og innköllun verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Nánar um vöruna:
- Vöruheiti: Axa Granola Blueberry & Cardamom
- Framleiðandi: Lantmännen Cerealia
- Strikamerki: EAN 73100130009181
- Nettóþyngd: 475g
- Lotunúmer: 1358840
- Best fyrir (BF): 02.06.2019
- Innflytjendur: UPPFÆRT: Varan var ekki flutt til Íslands
Ítarefni
- Fréttatilkynning matvælastofnunar Danmerkur
- Þessum upplýsingum átt þú rétt á - upplýsingaspjald Matvælastofnunar um merkingar matvæla
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
Frétt uppfærð 22.10.18 kl. 13:57
Frétt uppfærð 19.10.18 kl. 13:21
Frétt uppfærð 18.10.18 kl. 14:18