Fara í efni

Ómerkt sinnep og fiskur í humarsúpu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu frá fyrirtækinu Ora um að það hafi, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ákveðið að innkalla humarsúpu vegna þess að ekki er merkt á dósina að súpan innihaldi sinnep og fisk en þau eru bæði á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.

  • Vöruheiti: Ora humarsúpa
  • Strikamerki: 5690519022003 
  • Umbúðir: Áldósir 
  • Nettoþyngd: 420 g 
  • Lotunúmer: Öll lotunúmer 
  • Best fyrir: Allar dagsetningar 
  • Dreifing: 10-11, Fjarðarkaup, Hagar, Iceland, Kaupás, Kaupfélag Skagfirðinga, Kostur, Samkaup, Versun Einars Ólafssonar., Versl.Hlíðarkaup, Víðir, Þín verslun, Verslun Rangá, Verslun Urð, VerslunVirkið og Verslun Kvosin. 

Varan er hættulaus fyrir þá sem eru ekki með ofnæmi- og óþol fyrir sinnepi og fiski. Hægt er að skila vörunni í næstu verslun.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?