Fara í efni

Ómerkt sinnep í hrásalati

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir sinnepi við neyslu á tiltekinni lotu af hrásalati Þykkvabæjar. Hrásalatið inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldinn sinnep án þess að það komi fram í innihaldslýsingu. Fyrirtækið hefur ákveðið að innkalla vöruna úr verslunum og frá neytendum. 

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu: 

  • Vörumerki: Þykkvabæjar
  • Vöruheiti: Hrásalat
  • Strikanúmer: 5690599003473
  • Nettómagn: 400g
  • Best fyrir dagsetningar: 14.02.2019-07.03.2019
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Dreifing. Verslanir um allt land

Neytendur sem eru með ofnæmi fyrir sinnepi eru beðnir um að farga vörunni, skila henni í þeirri verslun sem hún var keypt í eða skila henni til Þykkvabæjar ehf, Austurhrauni 5, 210 Garðabæ. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 564-1155 eða á netfanginu thykkvabaejar@thykkvabaejar.is.

Hrásalatið er skaðlaust þeim sem eru ekki með ofnæmi fyrir sinnepi.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?