Fara í efni

Ómerkt sesamfræ í tveimur tegundum af Nicolas Vahé hummus

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir sesamfræjum við neyslu á þremur lotum af Nicolas Vahé hummus. Um tvær tegundir af hummus er að ræða sem innihalda sesamfræ án þess að það komi fram í innihaldslýsingu. Esjufell ehf. sem flytur inn vöruna hefur innkallað loturnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotur:

  • Vörumerki: Nicolas Vahé
  • Vöruheiti: Hummus, Carrots & Dill og Hummus, Beetroot & Pistachios
  • Strikanúmer: 5707644511330
  • Best fyrir: 6.3.2019, 15.5.2019, 18.5.2019
  • Strikamerki: 5707644511330 og 5707644514881
  • Framleiðsluland: Danmörk
  • Dreifing: Fakó, Salt, Garðheimar, Hjá Jóa Fel, Mosfellsbakarí og Fiskkompaní Akureyri

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna og eru viðkvæmir fyrir sesamfræjum er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?