Fara í efni

Ómerkt mjólk í vorrúlludeigi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með mjólkurofnæmi eða -óþol við neyslu á vorrúlludeigi frá Springhome.  Innflutningsaðili vörunnar, Lagsmaður ehf (Fiska ehf), hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis.

Matvælastofnun fékk tilkynningu og upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu.

Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi:

  • Vörumerki:  Springhome
  • Vöruheiti:  TYJ Spring Roll Pastry
  • Framleiðandi:  Tee Yih Jia Food Manufacturing Pte. Ltd.
  • Lotunúmer/Best fyrir:   Allar framleiðslulotur/dagsetningar
  • Framleiðsluland:  Singapore
  • Geymsluskilyrði:  Frystivara
  • Dreifing:  Vefverslun Fiska.is, Asian supermarket Nýbýlavegi 14,  200 Kópavogi

Vorrúlludeig

Neytendur sem hafa ofnæmi/óþol fyrir mjólk eru beðnir um að neyta hennar ekki heldur farga eða skila í verslunina sem hún var keypt í.  Nánari upplýsingar veitir Fiska.is í síma 691-4848.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?