Fara í efni

Ómerkt mjólk í vatnsdeigsbollum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á vatnsdeigsbollum frá Myllunni með best fyrir dagsetningu 04.03.2019 fyrir þá sem eru með ofnæmi- eða óþól fyrir mjólk. Vegna mistaka þá vantaði mjólk í innhaldslýsinguna. 



Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu

  • Vörumerki: Myllan. 
  • Vöruheiti: Vatnsdeigsbollur 6 stk. og Vatnsdeigsbollur litlar 6 stk. 
  • Strikanúmer: 5690568022672 og 5690568022696. 
  • Best fyrir: 04.03.2019. 
  • Framleiðandi: Myllan, Skeifunni 19, 108 Reykjavík. 
  • Dreifing: Verslanir um land allt.

Mjólk og mjólkurafurðir eru á lista yfir ofnæmis- eða óþolsvalda. Samkvæmt matvælalöggjöfinni á að merkja ofnæmis- eða óþolsvalda með skýrum hætti á umbúðum matvæla. Viðskiptavinir sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir mjólk og mjólkurafurðum er bent á að neyta vörunnar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.

Tekið skal fram að vörurnar eru skaðlausar þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir mjólk og mjólkurafurðum.

Nánari upplýsingar veitir gæðadeild Myllunnar, gaedastjori@myllan.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?