Ómerkt mjólk í kökuskreytingarefni
Innkallanir -
21.08.2019
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi- eða óþol fyrir mjólk við neyslu á silfurkúlum frá Dr. Oetker. Varan inniheldur mjólk sem ekki er getið um á umbúðum. Kaupfélag Skagfirðingar hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra.
Innköllun á við allar lotur og allar best fyrir dagsetningar:
- Vörumerki: Dr.Oetker
- Vöruheiti: Chocolate Silver Pearls
- Strikamerki: 5701073061060
- Best fyrir dagsetningar: Allar dagsetningar.
- Eftirfylgnisnúmer: 401775 EC VALIDATED
- Framleiðandi: Dr.Oetker
- Innflutingsaðili á Íslandi: Kaupfélag Skagfirðinga.
- Dreifing: Skagfirðingabúð
Tilkynning um innköllun barst Matvælastofnun frá Danmörku í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli á markaði. Varan er ekki skaðleg þeim sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir mjólk.
Hægt er að skila vörunni í Skagfirðingabúð eða senda hana til Kaupfélags Skagfirðinga, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki. Nánari upplýsingar veitir Skagfirðingabúð.