Fara í efni

Ólöglegt varnarefni í morgunkorni og granóla

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum framleiðslulotum af Til Hamingju Morgungulli og Til Hamingju Granóla frá Nathan og Olsen ehf. Ólöglegt varnarefni (etýlen oxíð), sem bannað er að nota í matvælum, greindist í sesamfræjum sem notuð eru í framleiðslu á innkölluðu vörunum. Fyrirtækið innkallar nú vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Til hamingju
  • Vöruheiti: Granóla Morgungull
  • Nettómagn: 450g
  • Best fyrir dagsetningar: 30.05.2021

  • Vörumerki: Til hamingju
  • Vöruheiti: Granóla
  • Nettómagn: 450g og 1kg
  • Best fyrir dagsetningar: 27.08.2021 og 01.09.2021 

  • Framleiðandi Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík. 
  • Dreifing: Bónus, Hagkaup, Krónan, Hlíðarkaup, Nettó, Melabúðin Krambúðin, Kjörbúðin, Iceland, Fjarðarkaup, Verslunin Kassinn, Kjöthöllin, Samkaup Strax, Kaskó, Smáalind/Fjölval, Pétursbúð, Rangá, Hjá Jóhönnu ehf, Verslunin Einar Ólafsson og Verslunin Borg. 

Til hamingju Granola

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreindar vörur eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim til Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?