Fara í efni

Of mikið B-vítamín í maísvöru

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um að fyrirtækið Aðföng hafi innkallað eina lotu (19.04.2017) af Semper mini Ringar puffad majs. Ástæðan er að það mældist of hátt magn af B1 vítanmíni sem hefur áhrif á bragðgæði vörunnar en skv. fyrirtækinu fylgir engin hætta á neyslu hennar.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Semper
  • Vöruheiti: Mini Ringar Puffad Majs
  • Strikanúmer: 7310100400147
  • Nettóþyngd: 20 g
  • Best fyrir: 19.04.2017
  • Framleiðandi: Semper AB, Svíþjóð
  • Dreifing: Verslanir Bónus og Hagkaup á tímabilinu 20. maí til 5. júní 2016

Viðskiptavinum Bónus og Hagkaupa sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530 5645 eða í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?