Nóróveira í Wang Korea ostrum
Innkallanir -
21.01.2020
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á ostrum frá Wang Korea sem seldar voru í versluninni Dai Phat vegna nóróveiru sem greindist í þeim. Dai Phat hefur innkallað vöruna, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Upplýsingar um vöruna bárust Matvælastofnun í gegnum RASFF evrópska hraðviðvörunarkerfið um matvæli og fóður.
Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar:
- Vörumerki: Wang Korea
- Vöruheiti: Frozen oysters
- Strikanúmer: 08770316669
- Lotunúmer: Öll lotunúmer
- Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar
- Nettómagn: 453 g
- Framleiðsluland: Suður-Kórea
- Innflytjandi/dreifingaraðili: Dai Phat trading ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.