Mygla í heslihnetum og gerjun í vítamíndrykk
Innkallanir -
29.06.2015
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um sölustöðvun og innköllun á tveimur tegundum matvæla í júní (18.6 og 22.6) vegna annars vegar myglu í heslihnetum og hins vegar gerjunar í fjölvítamíndrykk. Innköllunin einskorðast við eftirfarandi framleiðslulotur og hefur Kaupás innkallað loturnar af markaði.
- Vörumerki: First Price
- Vöruheiti: First Price Heslihnetukjarnar
- Strikanúmer: 7311041073483
- Nettó þyngd: 200 gr
- Best fyrir: 08.09.2015
- Framleiðandi: CALDIC SWEDEN AB
- Framleiðsluland: Svíþjóð
- Auðkenni/skýringartexti: Tilkynning frá danska matvælaeftirlitinu /mygla
- Dreifing: Verslanir Krónunnar og Nóatún í Austurveri
- Laga- /reglugerðarákvæði: a)- og c) liðir 8. gr. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
- Vörumerki: Yippy
- Vöruheiti: Yippy fjölvítam.drykkur ferna
- Umbúðir: Ferna
- Strikanúmer: 9008700141758
- Nettó magn: 200 ml
- Best fyrir: 25.07.2015 Framleiðslulota: L9B5
- Framleiðandi: Rauch
- Framleiðsluland: Austurríki
- Auðkenni/skýringartexti: Neytandi kvartaði/gerjun
- Dreifing: Verslanir Krónunnar Kjarvals og Nóatúns um land allt.
- Laga-/reglugerðarákvæði: a)- og c) liðir 8. gr. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Viðskiptavinum sem hafa keypt vörurnar í framangreindum verslunum er bent á að skila henni í viðkomandi verslun. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Björk Geirsdóttir deildarstjóri hjá Kaupási í síma 559 3000.