Mjólk í vegan NO MOO súkkulaðibúðingi
Innkallanir -
28.01.2020
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun vekur athygli neytenda með mjólkurofnæmi eða -óþol og vegan neytenda á NO MOO súkkulaðibúðingi sem seldur er í verslunum Iceland. Búðingurinn getur innihaldið snefilmagn af mjólk án þess að það komi fram á umbúðum.
Allar framleiðslulotur eru innkallaðar af Iceland búðunum með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF.
Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar:
- Vöruheiti: NO MOO Chocolate puddings
- Innflytjandi: Samkaup
- Best fyrir dagsetningar: Allar Best fyrir dagsetningar eru innkallaðar
- Framleiðsluland: Frakkland
- Dreifing: Verslanir Iceland Arnarbakka, Engihjalla, Glæsibæ, Hafnarfirði og Vesturbergi
Neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í næstu Iceland verslun gegn endurgreiðslu.
Ítarefni
- Þessum upplýsingum átt þú rétt á - upplýsingaspjald Matvælastofnunar um merkingar matvæla
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook
Uppfært 29.01.20 kl. 9:28