Fara í efni

Mjólk í vegan No Cheese pizzum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með mjólkurofnæmi og -óþol og vegan neytendur við neyslu á tveimur gerðum af No Cheese vegan pizzum. Varan getur innihaldið mjólk án þess að það komi fram á umbúðum. Fyrirtækið Samkaup hf. hefur innkallað pizzurnar, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðvirðvörunarkerfi Evrópu og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar á neðangreindum vörum:

  • Vörumerki: No Cheese
  • Vöruheiti: Houmous Style Sauce Pizza og Mediterranean Garden Pizza
  • Framleiðandi: Iceland Ltd.
  • Innflytjandi: Samkaup hf.
  • Framleiðsluland: Bretland
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Allar framleiðslulotur/dagsetningar
  • Geymsluskilyrði: Frystivara
  • Dreifing: Iceland verslanir í Arnarbakka, Engihjalla, Glæsibæ, Hafnarfirði og Vesturbergi

Innköllun á vegna pizzum

Neytendur geta skilað vörunni í næstu Iceland verslun gegn endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?