Málmþráður fannst í hummus
Innkallanir -
02.02.2018
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á Vegan Hummus frá Í einum grænum með Best fyrir dagsetningu 04.03.2018 vegna hættu á að málmþráður finnist í vörunni. Málmþráður hefur fundist í einni dós. Stofnunin hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að fyrirtækið hafi innkallað vöruna af markaði.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
- Vöruheiti: Hummus
- Vörunúmer: 6700 / 6710
- Strikanúmer: 5690821067006 / 5690821067105
- Nettómagn: 250 g
- Best fyrir: 04.03.2018
- Framleiðandi: Í einum grænum ehf.
- Dreifing: Verslanir um land allt
Þeir einstaklingar sem hafa keypt Hummus með framangreindum merkingum, geta skilað því til höfuðstöðva fyrirtækisins að Brúarvogi 2, 104 Reykjavík eða í næstu verslun og fengið nýja vöru í staðinn. Allar nánari upplýsingar fást hjá Í einum grænum alla virka daga frá 9 - 16 í síma 565-3940.