Fara í efni

Lyfjavirkt efni í fæðubótarefnum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykavík um innköllun á fæðubótarefnum. Fæðubótaefnin inniheldur efnið  Ashwagandha  sem er B flokkað hjá Lyfjastofnun og getur því fallið undir lyfjalög. Matvælastofnun hafði samband við heilbrigðiseftirlitið I Reykjavík 12. apríl sl. og tilkynnti um tvö tilfelli af gulu sem rakin voru til neyslu á fæðubótarefninu NOW Ashwagandha. Innflutningsfyrirtækið hefur í samráði við eftirlitið innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við: 

  • Vöruheiti: NOW Ashwagandha 450mg. 
  • Strikanúmer: 733739046031 
  • Magn: 90 Capsules 
  • Lotunúmer: 1958959, 2076908, 2104627, 3011441 & 3024301 
  • Best fyrir: 30.12.2017, 30.10.2018, 31.12.2018, 30.7.2019 & 31.10.2019 
  • Framleiðandi: NOW foods 
  • Dreifing: Apótek Suðurnesja, Apótekarinn Domus Medica, Apótekarinn Eiðistorgi, Apótekarinn Fitjum,Apótekarinn Hveragerði, Apótekarinn Keflavík, Apótekarinn Mjódd, Apótekarinn Mosfellsbæ, Apótekarinn Selfossi, Blómaval Reykjavík, Fjarðarkaup efh., Krónan Akranesi, Krónan Bíldshöfða, Krónan Fiskislóð, Krónan Mosfellsbæ, Krónan Selfossi, Lyf & Heilsa Austurveri, Lyf & Heilsa Glerártorgi, Lyf & Heilsa Granda, Lyf & Heilsa Kringlunni 1 hæð, Lyfjaver ehf, Vöruhótel Krónan Bakkinn. 

Neytendur sem hafa keypt vöruna eru beðnir um að skila henni á sölustaði eða til Icepharma, Lynghálsi 13 á milli 8-16 alla virka daga. Neytendur fá vöruna endurgreidda að fullu.

Ítarefni

Frétt uppfærð 20.04.18 kl. 13:58


Getum við bætt efni síðunnar?