Fara í efni

Listeríusmit við framleiðslu hráefna í prótínstangir

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að verslunin Gló hafi innkallað Bulletproof Collagen Bar/Bite prótínstangir vegna listeríusmits (Listeria monocytogenes) sem kom upp í hráefnisverksmiðju birgis. Ekki hefur verið tilkynnt um smit vegna neyslu vörunnar en af öryggisástæðum eru neytendur beðnir um að neyta hennar ekki.

  • Vörumerki: Bulletproof Collagen Bar / Bulletproof Collagen Bite
  • Vörutegund og lotunúmer: Fudge Brownie Collagen Bar (Lotunúmer: 0957-01, 1007-01, 1087-01, 1177-01, 1257-01, 1437-01, 1497-01)
    Fudge Brownie Collagen Bite (Lotunúmer: 1227-01, 1327-01, 1517-01)
    Lemon Cookie Collagen Protein Bar (Lotunúmer: 1017-01, 1027-01, 1387-01)
    Vanilla Shortbread Collagen Protein Bar (Lotunúmer: 1097-01, 1167-01, 1237-01, 1357-01)
    Vanilla Shortbread Collagen Protein Bite (Lotunúmer: 1147-01, 1217-01)
  • Upprunaland: Bandaríkin
  • Best fyrir: Allar dagsetningar
  • Nettómagn: 45 g/21 g 
  • Innflytjandi: Gló Fákafeni
  • Dreifing: Verslunin Gló Fákafeni 4

Þeir neytendur sem eiga umræddar vörur eru beðnir um að farga henni/þeim eða skila til Gló, Fákafeni, gegn fullri endurgreiðslu. Nánari upplýsingar: Gló Fákafeni 11 síma 553 1111.

Bulletproof Collagen Bar

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?