Köfnunarhætta við neyslu á Jelly cups hlaupi
Innkallanir -
10.06.2020
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á ABC Jelly mini cups vegna köfnunarhættu. Hlaupin innihalda hleypiefnið E-410 karbógúmmí sem er mjög seigt. Stórir sælgætisbitar geta valdið köfnun. Fyrirtækin sem flytja inn þessar vörur eru að innkalla þær í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar-og Kópavogssvæðis.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði og upplýsti heilbrigðiseftirlitið.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi vöruheiti:
- Vörumerki: ABC jelly cups
- Vöruheiti:
Girl Jelly Fruity Bites
Boy Jelly Fruity bites
Fruitery Jelly Assorted Jar
Fruitery Jelly Assorted Bag
Pentagon Cup Jelly Snacks Bag
Assorted Jelly Snack
Assorted jelly pudding
Coconut jelly-peach shape (assorted) - blá
Coconut jelly-peach shape (assorted) – bleik
Jelly Cup with Taro Flavour
Coconut Jelly (Taro Flavour) - Framleiðandi: Tsang Lin Industries
- Framleiðsluland: Taívan
- Rekjanleiki: Allar framleiðslulotur
- Dreifing/innflytjandi: Verslunin Álfheimar ehf., Lagsmaður ehf., Víetnam market ehf., Daiphat ehf., Bláa sjoppan, Bolabankinn og verslanir fiska.is.
Neytendur sem hafa keypt vöruna geta skilað henni til innflytjanda eða í verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.
Ítarefni
- Sælgæti og smáhlutir geta valdið köfnun - bæklingur
- Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
- Fréttatilkynning Lagsmanna ehf.
- Þessum upplýsingum átt þú rétt á - upplýsingaspjald Matvælastofnunar um merkingar matvæla
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook
Uppfært 11.06.20 kl. 11:00