Koffín í munnpúðum
Innkallanir -
06.03.2013
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um innköllun á munnpúðum (grisjum sem eru settar undir vör). Innköllunin er m.a vegna íblöndunar koffíns í matvæli en það er einungis leyft í drykkjavörum.
- Vörumerki: Kick up
- Vöruheiti: „Real White og Strong More Energy - more taste“
- Heimasíða framleiðanda: http://kickup.se/
- Innflytjandi: Klukkan 7 ehf.
- Lýsing: 20 pokar í dós (sjá mynd)
- Laga og reglugerðarákvæði: Samkvæmt reglugerð nr. 980/201 1 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1334/2008 um bragðefni og tiltekin innihaldsefni matvæla sem hafa bragðgefandi eiginleika til notkunar i og á matvæli msbr. er iblöndun koffíns í önnur matvæli en í drykkjarvörur óheimil sbr. 5. gr., en i vörunni er að finna koffín samkvæmt innihaldslýsingu.
- Dreifing: Um allt land m.a. í Nettó og N1, 10-11, Kaskó og Hagkaupum.