Fara í efni

Innköllun á jurtate vegna ólöglegra efna

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.


Eftirfarandi upplýsingar hafa borist Matvælastofnun frá  Matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um stöðvun á  sölu og innköllun úr verslunum eftirfarandi vörur. Vörurnar innihalda jurtina Senna.


Vörumerki:  Fitné. 
Vöruheiti:  Herbal Infusion Green Tea Flavored og Herbal Infusion Senna Tea. 
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  New Concept Product Co., Ltd. í Tælandi.  Innfluttar til Evrópu af East Asian Food AB, Svíþjóð.  Innfluttar til Íslands af Fiska.is, Brekkuhúsum 1, 112 Reykjavík. 
Auðkenni/skýringartexti:  Um er að ræða jurtate sem innihalda afurðir (lauf og belgi) jurtarinnar senna (Cassia angustifolia) sem fengið hefur B-flokkun hjá Lyfjastofnun.  Leiki vafi á því hvort einstök efnasambönd teljist lyf sker Lyfjastofnun úr.  Færa skal vörurnar til flokkunar hjá Lyfjastofnun nú þegar og á meðan mega þær ekki vera í dreifingu.  Strikanúmer 8850369014314 (Fitné Herbal Infusion Green Tea Flavored) og 8850369010354 (Fitné Herbal Infusion Senna Tea). 
Áætluð dreifing: Verslun Fiska.is, Brekkuhúsum 1, 112 Reykjavík ogTonboon ehf., Keflavík.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?