Fara í efni

Hátt magn alkalóíða í kamillutei

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á REMA 1000 lífrænu kamillutei vegna alkalóíða. Í eftirlitsverkefni í Danmörku greindist mjög hátt magn af pyrrólizdín alkalóíðum í einni tegund af kamillutei, trúlega vegna íblöndunar með krossfífli

Upplýsingar um innköllun bárust Matvælastofnun frá Danmörku í gegnum RASFF evrópska hraðviðvörunarkerfið um hættuleg matvæli á markaði. Teið var selt í verslunum Víðis frá haustinu 2017 þar til fyrirtækið hætti starfsemi í sumar.

kamillute 

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Rema 1000 økologisk kamillete
  • Framleiðandi: Whole company A/S, DK.
  • Þyngd: Nettoindhold: 25 breve
  • Best fyrir dagsetning: 17/10/19, 26/10/19, 15/11/19, 29/11/19, 05/12/19, 03/01/20.
  • Lotunúmer: 3017, 3417, 3517, 3717.
  • Strikamerki: 5705830003294
  • Innflutningur/dreifing: Selt í verslunum Víðis.

Mikil neysla á tei sem inniheldur hátt magn af alkalóíðum getur m.a. valdið lifrarskemmdum. Neytendur eru hvattir til að neyta ekki þessarar vöru og henda henni. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?