Fara í efni

Hætta á ómerktum ofnæmisvöldum í hnetusmjöri

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið viðvörun frá Danmörku um innköllun á dönsku hnetusmjöri vegna hættu á að það innihaldi fleiri hnetutegundur en jarðhnetur án þess að það komi fram á umbúðum. Hnetusmjörið hefur verið flutt til Íslands og hefur innflytjandinn, Verslun Einars Ólafssonar á Akranesi, tekið úr sölu og innkallað tvær tegundir. Grunur leikur á að í því séu leifar af möndlum og heslihnetum sem eiga ekki að vera í vörunni og eru þessir ofnæmisvaldar þ.a.l. ekki merktir á umbúðunum. Neysla vörunnar getur reynst lífshættuleg þeim sem eru með bráðaofnæmi fyrir þessum hnetutegundum.

  • Vöruheiti: GreenChoice Økologisk Peanutbutter Cream, GreenChoice Økologisk Peanutbutter Crunchy
  • Nettóþyngd: 350 g krukkur
  • Strikamerki: EAN 5701038033248  og EAN 5701038033224 
  • Best fyrir dagsetningar: Allar dagsetningar
  • Dreifing: Verslun Einars Ólafssonar 

Viðskiptavinum sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?