Fara í efni

Grunur um salmonellu í grísahakki

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á grísahakki vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið Síld og fiskur ehf. hefur, í samráði við Matvælastofnun, innkallað af markaði þrjár framleiðslulotur af grísahakki. Verslanir hafa brugðist skjótt við og fjarlægt hakkið af markaði. 

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Grísahakk 
  • Vörumerki: Ali 
  • Pökkunardagsetning: 21.3.18, 22.3.18, 23.3.18 
  • Geymsluskilyrði: Kælivara (0-4°C) 
  • Dreifing: Bónus og Iceland 
  • Framleiðandi: Síld og fiskur ehf

Hakk Síld og fiskur

Neytendur sem keypt hafa grísahakk með þessum pökkunardagsetningum eru beðnir um að skila því í viðkomandi verslun eða til Síldar og fisks ehf, Dalshrauni 9b, 220 Hafnafirði.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?