Fara í efni

Glúten í grænmetislasagna merkt glútenlaust

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með glútenóþol við Vegan Grænmetislasagna. Varan er merkt glútenlaus en inniheldur heilhveiti (glúten). Grímur kokkur sem framleiðir vöruna hefur, í samráði við Matvælastofnun, hafið innköllun á öllum lotum sem framleiddar eru fyrir 5. febrúar 2018.

Glúten er einn af ofnæmis- og óþolsvöldum sem skylt er að merkja á innihaldslýsingu á matvælum. Einnig voru gerðar athugasemdir varðandi aðra þætti á merkingum vörunnar.

Upplýsingar um vanmerkingu vörunnar bárust Matvælastofnun frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við: 

  • Vöruheiti: Grímur kokkur, Grænmetislasanga 
  • Vörumerki: Heilsuréttir fjölskyldunnar
  • Lotunúmer: allar lotur framleiddar fyrir 5.2.2018 
  • Geymsluskilyrði: Kælivara 
  • Framleiðandi: Grímur kokkur ehf., Hlliðarveg 5, 900 Vestmannaeyjar 
  • Framleiðsluland: Ísland 
  • Dreifing : Krónan Hagkaup Nettó Fjarðarkaupog Víðir (allar verslanir þeirra)

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir glúteni eru beðnir um að neyta hennar ekki og hafa samband við Grím kokk ehf. í síma 481 2665.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?