Fiskbein í samlokum og rækjusalati
Innkallanir -
24.11.2016
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um að fyrirtækið Sómi ehf. hafi ákveðið að innkalla nokkrar tegundir af samlokum og salötum vegna aðskotahlutar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hafði fengið tvær tilkynningar um fiskbein í rækjusamlokum.
Innköllunin einskorðast við eftirfarandi vörur:
- Sómi rækjusamloka, nettóþyngd 170 g, pökkunardagsetning 22. nóvember og 23. nóvember, síðasti notkunardagur 25. nóvember og 26. nóvember. Strikamerki 5690597041002
- Bónus rækjusamloka, nettóþyngd 180 g, pökkunardagsetning 22. nóvember og 23. nóvember, síðasti notkunardagur 25. nóvember og 26. nóvember. Strikamerki 5690596004534
- Jumbó rækjusamloka, nettóþyngd 170 g, pökkunardagsetning 22. nóvember og 23. nóvember, síðasti notkunardagur 25. nóvember og 26. nóvember. Strikamerki 5690596001014
- Sómi rækjusalat, nettóþyngd 200 g, pökkunardagsetning 17. nóvember og 22. nóvember, síðasti notkunardagur 24. nóvember og 29. nóvember. Strikamerki 5690596069052
- Laxa & rækjusalat, nettóþyngd 200 g, pökkunardagsetning 17. nóvember og 22. nóvember, síðasti notkunardagur 24. nóvember og 29. nóvember. Strikamerki 5690596069045
Neytendum sem keypt hafa umræddar vörur er bent á í varúðarskyni að neyta þeirra ekki. Hægt er að skila vörunum í verslanir þar sem varan var keypt eða til Sóma, Gilsbúð 9 Garðabæ milli 8-16 alla virka daga.