B6 vítamín í ráðlögðum neysluskammti yfir öryggismörkum
Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á fæðubótaefninu Nutra B sterkar - B vítamín extra sterkar. Varan hefur verið innkölluð af markaði vegna þess að magn B6 vítamíns í ráðlögðum daglegum neysluskammti fæðubótarefnisins fer yfir efri þol-/öryggismörk sem ákvörðuð eru af vísindanefndum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA).
Ráðlagður daglegur neysluskammtur fyrir fæðubótarefnið er 1-2 töflur á dag en í einni töflu eru 15 mg af B6 vítamíni. Samkvæmt áliti vísindanefnda EFSA eru efri þol-/öryggismörk fyrir B6 vítamín 25 mg á dag fyrir fullorðna.
Aðföng sem dreifa vörunni hafa innkallað hana í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á við um allar lotur (best fyrir dagsetningar) vörunnar:
- Vörumerki: Nutra
- Vöruheiti: B sterkar- B vítamín extra sterkar
- Strikanúmer: 5690350054645
- Best fyrir: Allar dagsetningar
- Framleiðsluland: England
- Dreifing: Allar verslanir Bónuss, Hagkaupa og Super1
Viðskiptavinum er ráðlagt að hætta neyslu vörunnar og eru hvattir til að farga eða skila henni í viðkomandi verslun gegn endurgreiðslu.