Aðskotahlutur í Smjörva
Innkallanir -
04.03.2016
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um að Mjólkursamsalan tekur úr sölu og innkallar tilteknar framleiðslulotur af Smjörva í 400 gr. umbúðum. Smjörvinn sem um ræðir var framleiddur af Mjólkursamlagi KS.
Ástæða innköllunarinnar er sú að plastbrot úr vinnsluvél fannst í smjörvadós. Plastbrot af þessu tagi geta verið beitt og þar af leiðandi reynst skaðleg
- Vöruheiti: Smjörvi
- Heildarupplýsingar í stimplum:
- BF. 04 MAÍ 2016 004 M.KS A013
- BF. 07 MAÍ 2016 007 M.KS A013
- BF. 11 MAÍ 2016 011 M.KS A013
- BF. 14 MAÍ 2016 014 M.KS A013
- Nettóþyngd: 400 g
- Framleiðandi: Mjólkursamlag KS
- Strikamerki: 5690516025007
- Vöruheiti: Smjörvi Tilboð
- Heildarupplýsingar í stimplum:
- BF. 01 JÚN 2016 032 M.KS A013
- BF. 04 JÚN 2016 035 M.KS A013
- BF. 08 JÚN 2016 039 M.KS A013
- Nettóþyngd: 400 g
- Framleiðandi: Mjólkursamlag KS
- Strikamerki: 5690516025205
- Dreifing Smjörva og Smjörva tilboð er um allt land.