Fara í efni

Aðskotahlutur í Green Islands Stout bjór

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um að Föroya bjór ehf. hafi innkallað eina lotu af Green Islands Stout frá Föroya Bjór vegna aðskotahlutar sem fundist hefur í einni flösku af vörunni.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorast við:

  • Vörumerki: Föroya Bjór – Green Islands Stout
  • Framleiðandi: P/F Föroya Bjór
  • Strikanúmer: 5701773073301
  • Nettóþyngd: 0,33 lítrar
  • Best fyrir: 02.08.2017PM
  • Dreifing : Verslanir ÁTVR sem ein eining í 6 stk. gjafapakkningu, vörunúmer 11676 (Gávupakki - 6x0,33 l. Fl.)

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki heldur skila í næstu verslun ÁTVR. Jafnframt skal það upplýst að gerð verður sú breyting á umræddri pakkningu að Föroya Sct. Brigit Blond (5,8%) mun koma í stað Green Islands Stout amk. meðan á rannsókn stendur. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 895 8886.

Ítarefni

Frétt uppfærð 08.09.16


Getum við bætt efni síðunnar?