Aðskotahlutur fannst í Bear Yoyo Multipack Mango
Innkallanir -
30.01.2019
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á tiltekinni framleiðslulotu af ávaxtarrúllum vegna aðskotahlutar sem fannst í einni pakkningu. Fyrirtækið Omax hefur innkallað Bear Yoyo Multipack Mango ávaxtarúllur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Bear
- Vöruheiti: Mango, pure fruit yoyo
- Strikanúmer: 5060139431033
- Nettóþyngd: 100 g
- Lýsing á vöru: Tvær ávaxtarúllur eru í einni 100 gr pakkningu, 5 pakkningar eru í hverri ytri einingu (eins og sést á mynd)
- Lotunúmer: 8232
- Best fyrir: AUG 2019
- Framleiðandi: Urban Fresh Foods limited
- Framleiðsluland: Bretland Innflytjandi: Omax ehf., Súðavogi 14, 104 Reykjavík
- Dreifing: Varan hefur verið til sölu í verslunum Bónus, Hagkaup, Nettó, í Melabúðinni og Fjarðarkaup
Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru með framangreindri dagsetningu mega skila henni þar sem hún hefur verið keypt eða hafa samband við Omax ehf í tölvupósti bear@omax.is.