Fara í efni

Sérfræðingur við eftirlit með vinnslu matvæla óskast til starfa

Vilt þú taka þátt í að tryggja matvælaöryggi á landinu?

Matvælastofnun leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings við opinbert eftirlit með matvælum. Um er að ræða 100% starf með starfsstöð í Hafnarfirði en starfið heyrir undir héraðsdýralækni Suðvestursumdæmis. Starfið krefst ferðalaga um umdæmið. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Matvælastofnun er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem gætir hagsmuna neytenda og málleysingja. Megináhersla er lögð á starfsánægju, samskipti ásamt því að vera öflugt og lifandi þekkingarsamfélag.

Við stöndum vörð um heilsu manna, dýra og plantna og aukum þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Gildi Matvælastofnunar eru FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirlit með mjólkurvinnslum
  • Eftirlit með kjötvinnslum
  • Eftirlit með fiskvinnslum og fiskiskipum
  • Eftirlit með eggjavinnslum
  • Önnur tengd eftirlits- og sérfræðistörf

Hæfnikröfur

  • Krafa um menntun í matvælafræði eða aðra menntun sem nýtist í starfi
  • Haldbær þekking og reynsla af vinnu við vinnslu matvæla
  • Reynsla af opinberu eftirliti er kostur
  • Þekking á HACCP aðferðafræðinni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Sjálfstæði, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
  • Vilji / hæfni til að starfa í teymi
  • Góð framkoma og lipurð í samskiptum
  • Bílpróf er skilyrði

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ellen Ruth Ingimundardóttir héraðsdýralæknir á netfanginu ellen.ingimundardottir@mast.is, og í síma 530 4800. Umsókn skal fylgja prófskírteini, ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvernig umsækjandi uppfyllir hæfnikröfur. Sótt er um starfið á Starfatorgi.

Umsóknarfrestur er til og með 3. október n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um starfið.


Getum við bætt efni síðunnar?