Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í súkkulaði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Kornið hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, innkallað Ekta dökkt súkkulaði sem selt er í verslunum Kornsins þar sem varan inniheldur sojalesitín sem er þekktur ofnæmis- og óþolsvaldur sem ekki er getið um á umbúðum vörunnar.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við: 

  • Vörumerki: Ekta dökkt súkkulaði
  • Strikanúmer: 5690586200168
  • Best fyrir: Allar dagsetningar
  • Pökkunaraðili: Kornið ehf
  • Dreifing: Verslanir Kornsins um land allt ( Hjallabrekku í Kópavogi, Búðarkór í Kópavogi, Borgarholtsbraut í Kópavogi, Borgartúni Reykjavík, Dalshrauni Hafnarfirði, Fitjum Reykjanesbæ, Hrísateigi Reykjavík, Hraunbæ Reykjavík, Kirkjustétt Reykjavík, Lækjargötu Reykjavík, Reykjavíkurvegi Hafnarfirði, Spönginni Reykjavík, Tjarnarvöllum Reykjavík og Ögurhvarfi Kópavogi).

Tekið skal fram að varan er skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir sojaafurðum.

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir sojaafurðum eru beðnir um að skila vörunni í næsta útibú Kornsins ehf.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?