Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í hrískökum
Í fyrri fréttatilkynningu komu fram rangar upplýsingar sem leiðréttast hér með. Ekki var um að ræða vanmerkta ofnæmis- eða óþolsvalda í mjólk.
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir mjólk við neyslu á Amisa Organic Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes frá Windmill Organics. Varan inniheldur mjólk sem er ekki merkt sem ofnæmis- og óþolsvaldur í innihaldslýsingu vörunnar. Heilsa ehf. hefur innkallað hrískökurnar af markaði, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Amisa.
Vöruheiti: Organic Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes.
Strikanúmer: 5032722312814.
Best fyrir: 15.11.2019.
Nettómagn: 100 g.
Framleiðandi: Windmill Organics, Bretlandi.
Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík. Dreifing: Verslanir Heilsuhússins, Nettó og Melabúðarinnar.
Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir mjólkurvörum. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og er með ofnæmi eða óþol fyrir mjólkurvörum eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar veitir Heilsa ehf. í síma 517-0670.