Fara í efni

Vanmerkt kryddblanda innkölluð

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um vanmerkta vöru á markaði. 

 

Um er að ræða krydd- og hnetublöndu sem er merkt að innihaldi salthnetur í stað þess að hún innihaldi jarðhnetur. Jarðhnetur eru á listi yfir ofnæmis- og óþolsvalda og er skylt að merkja vöruna greinilega  með því nafni.

  • Vörumerki: Yndisauki
  • Vöruheiti: Indverskt Dukkah með salthnetum og karríi
  • Strikanúmer: 5694230012213
  • Umbúðir: Dós
  • Nettómagn: 150 g
  • Best fyrir: Allar „best fyrir“ dagsetningar.
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Dreifing: Melabúðin Hagamel, Fjarðarkaup, Mosfellsbakaríi Háaleitisbraut og Háholti, Heilsuhúsinu Lágmúla, Heilsuhúsinu Smáranum, Heilsuhúsinu Laugavegi, Heilsuhúsinu Kringlunni, Hagkaupsverslunum og Bakaríinu við brúnna á Akureyri.

Þeir neytendur sem eiga umræddar vöru og eru með ofnæmi fyrir jarðhnetum eru beðnir að neyta hennar ekki og farga henni eða skila til Yndisauka, Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík.

Nánari upplýsingar fást hjá Yndisauka í síma 511 8090.

Ítarefni



Getum við bætt efni síðunnar?