Fara í efni

Ómerkt súlfít í chorella fæðubótarefni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir súlfít við neyslu á tilteknum chlorella-töflum. Töflurnar innihalda náttúrulegt súlfít sem er ofnæmis- og óþolsvaldur án þess að það komi fram á merkingum. Upplýsingar um vöruna bárust Matvælastofnun í gegnum RASFF viðvörunarkerfi Evrópu (Rapid Alert System for Food and Feed). 

Fyrirtækið Aðföng sem dreifir töflunum hefur endurmerkt vöruna með orðunum „Varan inniheldur náttúrulegt súlfít“ í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og á innköllunin því við þær vörur sem neytendur eiga heima hjá sér og ekki er búið að endurmerkja.

Chorella töflur

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við: 

  • Vörumerki: Himneskt
  • Vöruheiti: Lífrænar Chlorella-töflur
  • Strikanúmer: 5690350052610
  • Nettómagn: 300 töflur/pakka
  • Best fyrir: Allar dagsetningar
  • Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík
  • Dreifing: Verslanir Bónus (Faxafeni, Hafnarfirði, Kópavogi, Fiskislóð, Langholti Akureyri, Naustahverfi Akureyri, Holtagörðum, Laugavegi, Smáratorgi, Njarðvík, Völlum, Ögurhvarfi, Kauptúni, Nýbýlavegi), og Hagkaupa (Skeifunni, Kringlunni, Spönginni).

Hráefnið sem notað er í Himneskt lífrænar chlorella-töflur inniheldur náttúrulegt súlfít og fer magnið yfir 10 mg/kg. Súlfít í styrk yfir 10 mg/kg er skilgreint sem ofnæmis- eða óþolsvaldur.

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir súlfíti. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir súlfíti eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar fást hjá gæðastjóra Aðfanga í síma 530 5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is.

Ítarefni

Frétt uppfærð 13.06.18 kl. 10:37


Getum við bætt efni síðunnar?