Fara í efni

Of mikið af aukefni í kanillíkjör

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Tilkynning hefur borist Matvælastofnun í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF) um of mikið magn af aukefninu propýlenglýkóls (E1520) í kanil-líkjör. Rannsókn Matvælastofnunar leiddi í ljós að varan er á markaði hérlendis og voru upplýsingar þess efnis sendar til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Haugen Gruppen ehf., innflytjandi viskílíkjörsins Fireball Cinnamon á Íslandi, hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ákveðið að innkalla vöruna af markaði. 

  • Vöruheiti: Fireball Cinnamon Whisky
  • Framleiðandi: Sazerac Company, Inc.
  • Innflytjandi: Haugen-Gruppen ehf., Skútuvogi 1f, 104 Reykjavík
  • Framleiðsluland: Bandaríkin
  • Rekjanleikaupplýsingar (lotunúmer, geymsluþolsmerking): Öll lotunúmer
  • Dreifing: Verslanir ÁTVR
  • Ástæða innköllunar: Of hátt magn propýlenglýkóls (E1520)

Neytendum stafar ekki bein hætta af neyslu vörunnar en hún uppfyllir ekki gildandi reglugerðir um aukefni. Þeir viðskiptavinir sem hafa Fireball Cinnamon vískí undir höndum geta skilað vörunni til næstu verslunar ÁTVR og fengið hana endurgreidda.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?