Fara í efni

Nóróveira í frosnum jarðaberjum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur borist tilkynning frá hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF) um nóróveirumengun í frosnum jarðarberjum frá COOP. Innflytjandi jarðarberjanna, Samkaup hf, hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja innkallað eftirfarandi vöru af markaði:
 

  • Ástæða innköllunar: Nóróveirumengun
  • Vöruheiti: „Jordbær“
  • Vörumerki: COOP Dit Valg
  • Nettóþyngd: 400 g
  • Strikamerki: 7340011459514
  • Umbúðir: Plastpokar
  • Geymsluskilyrði: Frystivara
  • Best fyrir merking: 06/04/2018
  • Lotunúmer: L 16280
  • Sölu- og dreifingaraðili: Samkaup hf, Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ.
  • Dreifing: Nettó verslanir, Úrval Blönduósi, Strax Borgarbraut Akureyri.

Matvælastofnun varar við neyslu vörunnar og ráðleggur neytendum að farga vörunni eða skila henni til þeirrar verslunar sem hún var keypt í. Viðvörunin varðar eingöngu ofangreinda vöru. Nóróveirur valda sýkingu í smágirni. Sýkingin leiðir til kviðverkja, ógleði, uppkasta og niðurgangs og eru veirurnar í miklu magni, bæði í niðurgangi og uppköstum. Veirurnar eru mjög smitandi því að örfáar veirur geta valdið sýkingu.

Nánari upplýsingar um vöruna veitir Björn Björnsson, innkaupastjóri hjá Samkaupum (bjorn@samkaup.is). 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?