Fara í efni

Grunur um aðskotahlut í spínati

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að Innnes ehf. hafi innkallað Azora spínat vegna gruns um aðskotahlut (húsamús)  Um er að ræða innköllun í varúðarsjónarmiði með tilliti til neytendaverndar.



Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti:  Azora spínat.
  • Strikanúmer: 8436539071136 og 8436539070764
  • Nettómagn: 150 g og 500 g.
  • Best fyrir: 17.09.17 og 24.09.17.
  • Framleiðandi: Verdimed.
  • Framleiðsluland: Spánn.                                       
  • Innflytjandi: Innnes ehf., Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík.
  • Dreifing: Sölustaðir um land allt.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að skila henni í viðkomandi verslun þar sem varan var keypt eða til Innnes Bæjarflöt 2.

Frekari upplýsingar veitir Halldór Jökull Ragnarsson gæðastjóri Innnes hjr@innnes.is


Ítarefni



Getum við bætt efni síðunnar?