Glerbrot í pastasósu
Innkallanir -
19.07.2017
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Innköllun á pastasósu vegna glerbrots.
Matvælaeftirlitið í Danmörku hafði samband við Matvælastofnun vegna innköllun á pastasósu. Fundist hafði aðskotahlutur (glerbrot) og er því sú framleiðslulota innkölluð.
Innflutningsfyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.
Nánar um vöruna
Vöruheiti: Pastasauce classico
Strikanúmer: 5701410369576
Nettó þyngd 500 g
Best fyrir 03.23.2020
Framleiðandi Dagrofa
Framleiðsluland Ítalía
Dreifing Verslanir Krónunar, Kjarvals og Nóatúns í Austurveri.
Viðskiptavinur er bent á að skila vörunni í tilgreindar verslanir og fá endurgreitt.
Viðhengi