Fara í efni

Málmflís í danskri köku

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um hættuleg matvæli á markaði í gegnum Hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF). Grunur leikur á að málmflísar hafi borist í köku/súkkulaðistykki. Um er að ræða eina framleiðslulotu af vörunni sem innflytjandinn, Aðföng ehf., hefur innkallað úr verslunum í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

  • Ástæða innköllunar: Aðskotahlutur (málmflísar)
  • Vöruheiti: „Snöfler“
  • Vörumerki: Karen Volf -to go
  • Framleiðsluland: Danmörk
  • Nettóþyngd: 100 g
  • Strikamerki: 5709364674609
  • Best fyrir merking: 13/7/2017
  • Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík
  • Dreifing: Verslanir Hagkaupa í Skeifunni, Spöng og Kringlunni í Reykjavík, á Akureyri, Garðabæ, Seltjarnarnes og Smáralind í Kópavogi.

Þeim sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?