Fara í efni

Grunur um salmonellu í kjúklingi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á kjúklingum merktum vörumerkjum Holta, Kjörfugls eða Krónunnar með rekjanleikanúmerunum 003-19-31-201 og 001-19-31-302. Fyrirtækið Reykjagarður ehf. hefur stöðvað dreifingu og hafið innköllun eftir greiningu salmonellu í tveimur sláturhópum í innra eftirliti fyrirtækisins.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl eða Krónan
  • Rekjanleikanúmer: 003-19-31-201 og 001-19-31-302
  • Dreifing: Krónuverslanir, Kjörbúðin, Nettó, Hagkaup, SUPER1, Costco og Kaupfélag Vestur Húnvetninga

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn steiktur í gegn þá er hann hættulaus neytendum. Tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru. 

Ekki liggur fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðar af salmonellu. 

Uppfært 10.09.19 kl. 9:38

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?