Fara í efni

Tilmælum um suðu neysluvatns í Vogum aflétt

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur borist tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja um niðurstöður nýrrar sýnatöku af neysluvatni sem framkvæmd var í Vogum mánudaginn 8. september. Tilgangur sýnatökunnar var að kanna hvort enn gætti þeirrar E. coli mengunar sem vart varð í reglubundnu eftirliti með gæðum neysluvatns þann 1. september sl. og staðfest var með frekari sýnatöku dagana á eftir. Tekin voru fjögur sýni þann 8. september og varð ekki vart við mengun af völdum E. coli í neysluvatni í Sveitarfélaginu Vogum.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur ákveðið að aflétta tilmælum sínum um suðu á neysluvatni í Sveitarfélaginu Vogum. Embættið mun hafa sérstakar gætur á gæðum neysluvatns í Vogum næstu vikur og miðla upplýsingum þar um til bæjarbúa.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?