Fara í efni

Ýmis önnur ákvæði um fæðubótarefni

Ýmis ákvæði sem gilda um fæðubótarefni skv. reglugerð nr. 624/2004

Merkingar fæðubótarefna (5. gr.)

Reglugerð nr. 624/2004 um fæðubótarefni settur viðbótarákvæði, þ.e. sérákvæði um merkingar sem eiga eingöngu við um fæðubótarefni. Þær eru að finna hérna.

Um aðrar merkingar svo sem nettómagn, geymsluþol, listi yfir innihaldsefni o.s.frv. má finna í reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. sjá nánari umfjöllun hérna

Merking næringaryfirlýsinga (6. gr.)

Upplýsingar um næringfarefnainnihald (næringagildi) í fæðubótarefnum eru nauðsynlegar til þess að neytandinn, sem kaupir þau, geti tekið upplýsta ákvörðun og notað þau á réttan og öruggan hátt. Þær upplýsingar eru skyldubundnar og eru að finna  hérna. 

Hreinleikaskilyrði  (4. gr.)

Í þeim tilvikum þar sem Evrópusambandið hefur skilgreint hreinleika fyrir efni í fæðubótarefnum, skal hreinleiki efna sem notuð eru í framleiðslu á fæðubótarefnum vera í samræmi við þær skilgreiningar. Ef ekki eru til staðar hreinleikaskilyrði frá Evrópusambandinu gilda reglur er varða hreinleika efnanna þegar þau eru notuð í öðrum tilgangi, t.d. hreinleikaskilyrði um aukefni o.s.frv.

 Séu engar Evrópusambandsreglur fyrir hendi getur Matvælastofnun sett sem skilyrði að hreinleiki efna sem notuð eru í framleiðslu á fæðubótarefnum séu í samræmi við skilgreiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), Alþjóðlega staðlaráðsins (Codex Alimentarius) eða evrópsku lyfjaskrárinnar (European Pharmacopeia).

Starfsleyfi (7. gr.)

Framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðilar fæðubótaefna skulu hafa starfsleyfi í samræmi við 9. gr. laga um matvæli. 

Stjórnendur matvælafyrirtækja skulu hafa í huga að starfsemi fyrirtækja sem standa að framleiðslu, innflutningi og dreifingu matvæla eru háð starfsleyfi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og í sumum tilvikum háð starfsleyfi Matvælastofnunar. Leita skal til viðkomandi heilbrigðiseftirlitssvæðis þar sem fyrirtæki er skráð eða til Matvælastofnunar þegar við á.

Upplýsingar um stofnun matvælafyrirtækja og um starfsleyfi er hægt að finna hérna.

Ábyrgð framleiðanda/innflutningsaðila (8. gr.)

Innlendur framleiðandi eða innflutningsaðili er ábyrgur fyrir því að fæðubótarefni séu í samræmi við ákvæði reglugerðar um fæðubótarefni og almenn ákvæði um hollustuhætti matvæla. Óheimilt er að dreifa fæðubótarefnum, sem ekki uppfylla ákvæði þessarar reglugerðar. 

Matvælafyrirtækin, þ.e. stjórnendur þeirra, bera ávallt ábyrgð á því að fæðubótarefni sem þau framleiða og/eða markaðssetja séu í samræmi við gildandi matvælalög. Ef stjórnendum matvælafyrirtækis yfirsést eitthvað í reglum sem gilda um eigin framleiðslu, innflutning eða dreifingu er slíkt ekki á ábyrgð eftirlitsaðila. Það er mikilvægt að kynna sér vel gildandi reglugerðir áður en markaðssetning matvara hefst á íslenskum markaði. Á heimasíðu Matvælastofnunar er að finna lög og reglugerðir sem gilda um matvæli.

Tilkynningarskylda (9. gr.)

Ákvæði um tilkynningarskyldu er ekki lengur í gildi. Hún var felld brott með reglugerð reglugerð nr. 211/2021.

Eftirlit (11. gr.)

Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Matvælastofnunar, hver á sínu svæði, eftirlit með því að farið sé að ákvæðum þessarar reglugerðar, nema annað sé ákvarðað skv. lögum eða sérreglum. 

 

Uppfært 08.08.2022
Getum við bætt efni síðunnar?