Fara í efni

Innri úttektir

Í löggjöf um opinbert eftirlit með matvælum, fóðri, heilbrigði og velferð dýra, er kveðið á um að lögbær yfirvöld skuli annast innri úttektir til að tryggja að markmiðum löggjafarinnar sé náð.

Í samræmi við framangreind ákvæði hefur innra úttektakerfi verið þróað sem Matvælastofnun vinnur eftir en það hefur verið staðfest af atvinnuvega- nýsköpunarráðuneyti og birt í gæðahandbók stofnunarinnar. Úttektakerfið tekur til alls opinbers eftirlits með matvælum, fóðri, dýraheilbrigði og dýravelferð sem framkvæmt er í landinu og nær því til allra þeirra sem hafa lögbundnu hlutverki að gegna skv. eftirlitslöggjöfinni, s.s. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Matvælastofnun, heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga, opinberum rannsóknarstofum o.fl.

Hér er að finna upplýsingar um innra úttektakerfið auk úttektaáætlana til margra ára og ársáætlunar.

Innra úttektakerfið

Landsbundin úttektaáætlun til margra ára (LÚMA)

Árleg innri úttektaáætlun

Leiðbeinandi efni frá NAS-network (National Audit System network)

Uppfært 11.01.2024
Getum við bætt efni síðunnar?