Fara í efni

Sala og dreifing á unnum afurðum villtra fugla

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Vegna margra ábendinga til Matvælastofnunar um sölu og dreifingu á unnum afurðum frá villtum fuglum, er rétt að benda á að ekki má selja afurðir gæsa, anda eða annarra villtra fugla, né dreifa þeim, nema með leyfi Matvælastofnunar eða viðkomandi Heilbrigðiseftirlitssvæðis.  Auglýsing á Facebook getur talist til sölu eða dreifingar.  Stofnuninni er skylt og mun fylgja eftir auglýsingum um sölu og dreifingu á þessum afurðum.

Undantekning er þegar veiðimaður afhendir heilan fugl (óreyttan) til neytenda, markaða eða veitingastaða. Sérhver meðhöndlun á gæs telst sem vinnsla og er leyfiskyld ef selja eða dreifa á afurðunum.  Þetta á t.d. við um pakkaðar gæsa- og andabringur (kryddaðar og ókryddaðar), um pate og kæfu frá þessum fuglum og um grafnar afurðir þeirra.

Þegar neytt er villibráðar sem hefur verið skotin þarf ávallt að hafa í huga að hætta er á að leifar af skotfærum getur leynst í kjötinu og að blýmengun getur verið til staðar en blý er þungmálmur sem ber að varast.


Getum við bætt efni síðunnar?