Fara í efni

Kartöfluútsæði til sölu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vill benda á að kartöfluútsæði sem er  til sölu á að vera frá ræktanda sem ræktar undir eftirliti Matvælastofnunar. Með eftirlitinu er verið að hindra að alvarlegir kartöflusjúkdómar og meindýr dreifist og valdi þar með tjóni í ræktuninni.

Matvælastofnum birtir á heimasíðu sinni nöfn þessara ræktenda. Einnig er heimilt er að selja innflutt útsæði ef það er flutt til landsins sem útsæði og með samþykktu heilbrigðisvottorði. Söluaðilar mega ekki selja kartöfluútsæði frá öðrum ræktendum. 

Í smásölu skal útsæðið haft aðskilið frá matarkartöflum og skal tilgreina á tryggilegan hátt að um kartöfluútsæði sé að ræða.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?