Fara í efni

Fagsviðsstjóri kjötmats óskast

Matvælastofnun óskar eftir öflugum einstaklingi í starf fagsviðsstjóra kjötmats innan sviðs Samhæfingar. Aðsetur stöðunnar er utan höfuðborgarsvæðisins og um er að ræða 100% starf. Til viðbótar þarf að sinna sértækum verkefnum sem stofnunin felur einstaklingi. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Starfið krefst töluverðra ferðalaga á álagstímum.

Matvælastofnun er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem gætir hagsmuna neytenda og málleysingja. Megináhersla er lögð á starfsánægju og samskipti ásamt því að vera öflugt og lifandi þekkingarsamfélag.

Við stöndum vörð um heilsu manna, dýra og plantna og aukum þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Gildi Matvælastofnunar eru FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirkjötmat Matvælastofnunar nær til kinda-, stórgripa- og svínakjöts og er fjórþætt:
  • Mótun reglna um kjötmat, hafa forystu um mótun á reglum um gæðamat og flokkun á kjöti og fylgjast með nýjungum.
  • Skipun kjötmatsmanna og fræðsla, skipuleggja námskeið fyrir kjötmatsmenn sláturhúsa;
    • Meta hæfni þeirra.
    • Leiðbeina þeim og samræma störf þeirra með reglubundnum hætti.
  • Yfirmat
    • Skera úr ágreiningi um kjötmat og störf kjötmatsmanna.
  • Söfnun upplýsinga
    • Sjá til þess að safnað sé upplýsingum um gæðamat á kjöti og að þær séu til reiðu á aðgengilegu formi.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi s.s. búvísinda- eða búfræðimenntun
  • Reynsla sem nýtist í starfi
  • Haldbær þekking á búfjárframleiðslu er kostur
  • Sjálfstæði í starfi
  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Jákvætt og lausnamiðað hugarfar
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta og færni í ræðu og riti er skilyrði
  • Bílpróf

Nánari upplýsingar um starfið veitir Freydís Dana Sigurðardóttir sérgreinadýralæknir, á netfanginu freydis.sigurdardottir@mast.is eða í síma 530 4800. Sótt er um starfið á Starfatorgi.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá, kynningarbréf og afrit af prófskírteini. Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2024. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í sex mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. 


Getum við bætt efni síðunnar?