Fara í efni

Áminning vegna útflutnings afurða til Bretlands!

Frá 30. apríl þurfa allar innfluttar dýraafurðir sem flokkast undir miðlungs eða mikla áhættu að gangast undir landamæraeftirlit (SPS control) í Bretlandi. Eftirlitið er áhættumiðað og gert er ráð fyrir að 1-30% af sendingum verði skoðaðar.

Frá 30. apríl verða innflytjendur að hlaða upp IUU skjölum og festa við innflutningstilkynningar í IPAFFS áður en tilkynningin er send inn.

Innflytjendur dýraafurða sem flokkast undir litla áhættu munu áfram þurfa að senda tilkynningar á undan vörunni og verða þær að fara í gegnum landamærastöðvar (BCP). Búast má við stikkprufum.

Nánari upplýsingar:


Getum við bætt efni síðunnar?