IPN-veiran sem greindist í laxi í sjókví Laxa fiskeldis ehf. í Reyðarfirði nýverið er ekki af þeirri gerð sem veldur sjúkdómi í laxi. Þetta sýna niðurstöður raðgreiningar á veirunni.Meira
Þeir sem fara til Evrópu eða annarra heimshluta á villisvínaveiðar þurfa að gæta ýtrustu smitvarna til að koma í veg fyrir að bera afríska svínapest milli landa. Pestin er í hraðri útbreiðslu og mikil ógn stafar af henni fyrir svínarækt í heiminum. Smit getur borist með matvælum, fatnaði og ýmsum tækjum og tólum.Meira
Matvælastofnun varar við neyslu á einni lotu af Sriacha hot chili sauce vegna hættu á að flaskan springi af völdum gerjunar. Innflytjandinn er Víetnam market og hefur fyrirtækið innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Meira
Sauðfjárbændur sem óska eftir að kaupa greiðslumark í sauðfé geta nú sótt um á þar til gerðri umsókn inn í greiðslukerfi landbúnaðarins, AFURÐ. Sótt er um með rafrænum hætti og þurfa umsækjendur að skrá sig inn með rafrænu skilríki í gegnum ÍSLAND.IS.Meira
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira