Fara í efni

Þráðormar - Bitormar

Orsök: Þráðormar- Nematoda- tegund Bitormar. Í hundum er algengast Ancylostoma caninum en Ancylostoma braziliense og Ancylostoma ceylanicum eru skyldar tegundir og lífshringrás svipuð og hjá A caninum. A braziliense finnst í hundum og köttum í trópískum og subtrópískum svæðum. A ceylanicum eru sumstaðar í Asíu.

Móttækilegar dýrategundir: Mjög breytilegt eftir tegund orma. Sjá hættugreiningu (hazard identification) frá Nýja Sjálandi https://www.mpi.govt.nz/dmsdocument/2796/send

Meðgöngutími: Egg finnast í saur um.þ.b. 2-3 vikum eftir smit.

Einkenni: Bit ormanna í þarmaslímhúð getur valdið tapi á próteinum og rauðum blóðkornum svo blóðleysi er oft mest áberandi einkenni. Þarmabólgur, vanþrif, lágt serum prótein, blóðleysi (anaemia), stundum bráð blæðandi þarmabólga og lungnabólga eftir ferðalag lirfa í lungum eru helstu afleiðingar mikilla sýkingar. Getur endað í dauða dýrs. Sjúkdómurinn getur verið frá því að vera einkennalítill til að geta valdið dauða.

Smitleið: Berst í móttækileg dýr frá umhverfi en einnig í hvolpa gegnum leg í meðgöngu og í mjólk frá sýktum tíkum með lirfustig í dvala sem lifna við meðgöngu og fara yfir í júgurvef. Sýking gegnum húð er líka möguleg. Lirfur bitorma, en þá helst A braziliense geta farið í gegnum húð á fólki en komast ekki í blóðrásina. Veldur cutaneus larva migrans. Dæmi um að fólk smitist um munn.

Útbreiðsla: Ancylostoma/Uncinaria Hefur fundist í innfluttum hundum í einangrunarstöð nánast árlega síðustu ár. Uncinaria hefur fundist í villtum refum hér á landi. 

Greining: Skimun í saur og PCR

Meðhöndlun: Virk sníkjudýralyf á bitorma: dichlorvos, fenbendazole, flubendazole, mebendazole, nitroscanate, piperazine, pyrantel, milbemycin, moxidectin, diethylcarbamazine, oxibendazole, and ivermectin.

Uppfært 31.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?