• Email
  • Prenta

Greiðslumark sauðfjár

Beingreiðslur til framleiðenda sauðfjárafurða er tiltekin fjárhæð skv. samningi ríkisins við Bændasamtök Íslands frá 25. janúar 2007 um starfsskilyrði sauðfjárræktar og samkomulagi um breytingu á þeim samningi þann 18. apríl 2009.

Beingreiðslur ársins 2011 til framleiðenda sauðfjárafurða eru 2.228 m.kr. 

Greiðslumark lögbýla er tiltekinn fjöldi ærgilda, sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli og veitir rétt til beinnar greiðslu úr ríkissjóði. Árið 2011 er greiðsla á hvert ærgildi kr. 6.047.

Heildargreiðslumark sauðfjárafurða er nú 368.457 ærgildi.

Matvælastofnun heldur skrá yfir greiðslumark lögbýla (aðila að greiðslumarki) og handhafa réttar til beingreiðslna. Öll aðilaskipti og handhafaskipti þarf að tilkynna til sérstaklega á þar til gerðum eyðublöðum.

Handhafaskipti

Beingreiðslur greiðast ábúanda lögbýlis og skal á hverju lögbýli aðeins einn framleiðandi vera skráður handhafi. Þegar um fleiri sjálfstæða rekstraraðila er að ræða sem standa að búinu er þó heimilt að skrá þá sérstaklega. Sjálfstæður rekstraraðili telst sá einn sem hefur sjálfstætt virðisaukaskattsuppgjör. Tilkynna skal Bændasamtökum Íslands allar breytingar á því hver teljist vera handhafi beingreiðslna. Hér má nálgast eyðublöð til að tilkynna handahafaskipti og breytingar á reikningsnúmerum beingreiðslna. 

Aðilaskipti að greiðslumarki í sauðfé

Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 262/2014 er heimilt að flytja greiðslumark í sauðfjárframleiðslu milli lögbýla.
Tilkynningu um flutning skal senda Matvælastofnun fyrir 15. janúar á því ári sem flutningur tekur gildi. 


Ítarefni


Uppfært 10.10.11