• Email
  • Prenta

Beingreiðslur

Garðyrkja 

Mjólkurframleiðsla

Heildargreiðslumark mjólkur er ákveðið árlega með útgáfu reglugerðar. Heildarupphæð beingreiðslna eru ákveðnar í fjárlögum á grundvelli samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar 2005-2014. Beingreiðslur ársins 2012 til framleiðenda mjólkur eru 5.160 m.kr. 

Greiðslumark mjólkur fyrir árið 2012 er 114,5 milljónir lítrar.

Beinar greiðslur í mjólk eru greiddar handhöfum greiðslumarks samkvæmt neðangreindri reglugerð:

Í meðfylgjandi töflu má sjá einingarverð* beingreiðslna skipti eftir greiðsluhlutum.

Ár

Greiðslumánuður

A-hluti
kr/ltr.

Uppgjörsár
A-hluta

B-hluti
kr./ltr.

C-hluti
kr./ltr.

Uppgjörsár B/C hluta

2012

janúar

21,3617

2012

15,0986

17,1433

2011

2012

febrúar

21,3617

2012

15,0986

2011

2012

mars

21,3617

2012

15,8857

0

2012

2012

apríl

21,3617

2012

15,8857

0

2012

2012

maí

21,3617

2012

15,8857

0

2012

2012

júní

21,3617

2012

15,8857

0

2012

2012

júlí

21,3617

2012

15,8857

0

2012

2012

ágúst

21,3617

2012

15,8857

0

2012

2012

september

21,3617

2012

15,8857

2012

2012

október

21,3617

2012

15,8857

2012

2012

nóvember

21,3617

2012

15,8857

2012

2012

desember

21,3617

2012

15,8857

2012

* Einingarverð beingreiðslna reiknast þannig að heildarupphæð beingreiðslna verðlagsársins er deilt með heildargreiðslumarkinu.

A-hluti: 47,67% af heildarupphæð beingreiðslna.
Greiðist á greiðslumark óháð framleiðslu, að því tilskyldu að hún nái 90% af greiðslumarki verðlagsársins.

B-hluti: 35,45% af heildarupphæð beingreiðslna.
Er greiddur á framleiðslu innan greiðslumarks. Greitt er fyrsta virkan dag hvers mánaðar fyrir innlegg næst síðasta mánaðar. Til dæmis greitt er fyrir september þann 1 nóvember.

C-hluti: 16,88% af heildarupphæð beingreiðslna.

Er álagsgreiðsla greidd á framleiðslu síðustu sex mánaða yfirstandandi greiðsluárs:  Skipting á C-hluta greiðslum er sem hér segir.

  • 10% eru greidd í september.  
  • 15% eru greidd í október
  • 15% eru greidd í nóvember
  • 20% eru greidd í desember
  • 20 % eru greidd í janúar
  • 20 % eru greidd í febrúar
  • Greitt er fyrsta virkan dag hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar.

Að því marki sem beingreiðslur ganga ekki út eftir uppgjör innan greiðslumarks hvers framleiðanda er ónotað greiðslumark  viðkomandi greitt á hvert prósentustig framleiðslu umfram greiðslumark.

Sauðfjárframleiðsla

Beingreiðslur til framleiðenda sauðfjárafurða er tiltekin fjárhæð skv. samningi ríkisins við Bændasamtök Íslands frá 25. janúar 2007 um starfsskilyrði sauðfjárræktar og samkomulagi um breytingu á þeim samningi þann 18. apríl 2009. 

Beingreiðslur ársins 2012 til framleiðenda sauðfjárafurða eru 2.339 m.kr. og greiðast til handhafa greiðslumarks (ærgilda)

Greiðslumark lögbýla er tiltekinn fjöldi ærgilda, sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli og veitir rétt til beinnar greiðslu úr ríkissjóði. 

Árið 2012 nemur greiðsla á hvert ærgildi kr. 6.348,-

Heildargreiðslumark sauðfjárafurða er nú 368.457 ærgildi.

Uppfært 04.01.12